Á morgun, þriðjudaginn 30. janúar er íþróttatreyjudagur hér í Glerárskóla. Þá drögum við fram eftirlætis íþróttatreyjuna okkar og mætum stolt í henni í skólann. Allar treyjur eru jafn réttháar, ekkert lið stendur öðru liði framar á treyjudeginum og allar íþróttagreinar eru jafnar. Lifi fjölbreytileikinn í þessu sem öllu öðru!