Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Íþróttakennslan komin undir þak!

Nú er komið að því að við færum íþróttakennsluna í Glerárskóla í hús. Íþróttahúsið okkar er ekki tilbúið til kennslu en við fáum við inni í öðrum íþróttahúsum.

Á mánudögum verður kennt í íþróttahúsi Síðuskóla, á miðvikudögum förum við í Bogann og á föstudögum verðum við í íþróttahúsi Giljaskóla. Yngri nemendur verða keyrðir í og úr íþróttatímum. Eldri nemendur ganga milli húsa.

Á morgun, miðvikudag, hefst kennsla í Boganum og ganga nemendur þangað og á föstudag förum við í Giljaskóla. Nemendur í 6. bekk eru beðnir um að mæta í fyrsta tíma beint þangað en verða keyrðir í skólann að lokinni kennslustund. Kennsla í íþróttahúsi Síðuskóla hefst mánudaginn 7. október. Stuðningsfulltrúar fylgja nemendum milli staða.

Við vonum að þetta gangi vel og bíðum spennt eftir að fá íþróttahúsið okkar til afnota í nóvember.