Það er spennandi að byrja í skóla og fyrstu dagarnir eru heilmikil upplifun enda margt gert í fyrsta skipti, eins og til dæmis að fara í skólasund.
Fyrstu bekkingar skelltu sér einmitt í laugina í fyrsta tíma í morgun, krakkarnir voru pínulítið spenntir fyrir skólasundinu er allir stukku óttalausir ofan í laugina og fylgdu fyrirmælum íþróttakennarana með bros á vör og gleðiblik í auga.