Það var hressandi að koma út í snjófokið í morgun og kjaga í gegnum skaflana. Einhverjir lentu í erfiðleikum þegar bílar foreldranna festust en allir náðu hlýjan upplýstan skólann þar sem ævintýrin bíða.
Og skólinn var óvenjulega fallegur í morgun, en vetur konungur hafði breitt fannhvít gluggatjöld fyrir flesta glugga.