Í dag, fimmtudaginn 9. nóvember verða hryllileg Hrekkjavökuböll haldin í Glerárskóla.
Nemendur hafa viðað að sér sérlega hrollvekjandi skreytingum þannig að danssalurinn verður nánast óþekkjanlegur.
Búið er að panta tvær spákonur sem sannarlega kunna sjá lengra en nef þeirra nær. Ef vel gengur geta þær hugsanlega sagt hvaða spurningar koma á næstu prófum í Glerárskóla.
Við hvetjum alla til að heimsækja spákonurnar og einnig til að ganga í gegnum draugahúsið, það fær hjartað sannarlega til þess að slá hraðar.
Böllin verða tvö. Krakkarnir í 1. til 4. bekk mæta klukkan 17.00 og tjútta til klukkan 18.15. Aðgangseyrir er kr. 500 og innifalið er poki af nammi og drykkur sem krakkarnir fá að ballinu loknu,
Klukkan 18.30 byrjar fjörið hjá 5. til 7. bekk og þau skemmta sér linnulaust til klukkan 20.00. Þau borga einnig 500 kr. aðgangseyri og sjoppan verður opin meðan á ballinu stendur.
Þessir viðburðir eru eingöngu fyrir nemendur Glerárskóla.