Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Heimsókn í tengslum við Erasmus+

Á  mánudag og þriðjudag 22. og 23. febrúar fáum við góða gesti í skólann. united we play
Þetta eru fulltrúar frá skólunum sem eru samstarfsaðilar okkar í Erasmus+ verkefninu United we play, United we win.
Gestirnir koma frá Litháen, Búlgaríu, Rúmeníu, Tyrklandi, Ítalíu og Spáni. Við ætlum að vinna saman að skipulagi verkefnisins og efla samskiptin.

Í byrjun apríl fer góður hópur nemenda og kennarar frá Glerárskóla í heimsókn til Molin de Rei á Spáni. Annar hópur fer síðan í heimsókn til Litháen í byrjun maí.

Það verður skemmtilegt og eflandi fyrir nemendur og starfsfólk að fá að vera hluti af þessu Evrópusamstarfi.

Við hlökkum mikið til.