Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Heilsuvernd grunnskólabarna

HSNHlutverk heilsugæslu í skólum er að sinna heilsuvernd nemenda og hún er framhald af ung- og smábarnavernd. Starfsemi heilsuverndar grunnskólabarna er skv. lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda. Hún er meðal annars fólgin í reglubundnum skimunum og eftirliti, ónæmisaðgerðum, heilbrigðisfræðslu og teymisvinnu kringum einstök mál.

Hver skóli hefur hjúkrunarfræðing og skólalækni jafnframt því sem hvert barn hefur sinn heimilislækni. Heilsugæslu í grunnskólum Akureyrar er sinnt af  hjúkrunarfræðingum og læknum frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN.

Hjúkrunarfræðingur Glerárskóla er Brynhildur Smáradóttir.  brynhildur@akmennt.is

Viðverutími hennar er mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 08:00-13:00

Sjá nánar um heilsuvernd grunnskólabarna