Í morgun lukum við hátíðarvikunni með glæsilegri Glerárvision. Nemendur í 7.-10. bekkjum fluttu sín söng og dansatriði og krakkar í 1.-6. bekkjum voru með skemmtiatriði, að ógleymdri leikskóladeildinni okkar Laut sem kom á svið og söng tvö lög. Það voru nemendur í 7-GÞB sem urðu hlutskörpust eftir tvísýna keppni og í einstaklingskeppni vann Ylfa Rún Gylfadóttir.