Glerárskóli hefir náð samningum við Matsmiðjuna um hádegismat fyrir nemendur eftir helgina.
Frá og með mánudeginum 11. október og til miðvikudagsins 13. október verður því boðið upp á hádegismat fyrir nemendur skólans frá Matsmiðjunni. Þá daga þurfa nemendur því eingöngu að koma með morgunnesti og nesti í frístund.
Á morgun, föstudag, biðlum við til forráðamanna að nesta nemendur í hádeginu líka. Við erum þó enn með mjólkuráskriftina og ávaxtaáskriftina.
Við vonum að hægt verði að opna mötuneytið okkar á fimmtudaginn og látum vita um leið og það kemur í ljós.
Við þökkum enn og aftur fyrir skilninginn, aðstoðina og þolinmæðina gagnvart þessu einkennilega ástandi.