Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Greppikló

Krakkarnir í fyrsta bekk voru ansi ánægðir með að hitta hana Greppikló í skólanum en þeir unnu margvísleg verkefni um hana í byrjendalæsi fyrr í vetur. Gert er ráð fyrir því að Greppikó verði í Glerárskóla út mánuðinn, hið minnsta, öllum til mikillar gleði.

Greppikló er ein af sjö fígúrum úr barnabókum sem krakkar á Sumarlestranámskeiði Amtbókasafnsins hönnuðu og smíðuðu síðasta sumar.

Næsta sumar er stefnt að því að smíða sex fígúrur til viðbótar og í haust verða þær settar niður víðsvegar um Kjarnaskóg og verða þar uppistaðan í ævintýralegum ratleik sem allir geta fengið að taka þátt í.