Dagana 6. — 20. september tökum við í Glerárskóla þátt í verkefninu Göngum í skólann. Við hvetjum alla nemendur til að koma gangandi, hjólandi eða bara hlaupandi í skólann þessa daga. Umsjónarkennarar skrá virkni nemenda og verðlaun verða veitt til þess bekkjar sem stendur sig best.