Glerárskóli hefur undanfarin ár tekið þátt í átakinu Göngum í skólann. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla. Góð þátttaka var hjá nemendum Glerárskóla og sá bekkur sem var duglegastur að þessu sinni var 6 – GS og hlaut hinn árlega gullskó sem verðlaun. Hér eru þau ásamt kennara sínum Sindra Geir Óskarssyni.