Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Góð frammistaða í Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna

Nemendur Glerárskóla stóðu sig afar vel í Hofi í gær. Þar fór fram Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri. Þar kepptu tveir nemendur úr 7. bekk allra grunnskólanna á Akureyri.

Eftir mjög harða samkeppni innan Glerárskóla stóðu Ísabella Jóhannsdóttir og Sveinn víkingur uppi sem sigurvegarar. Þau lásu eins og sannir fagmenn á lokakeppninni í Hofi og litlu munaði að þau næðu verðlaunasæti.

Bekkjarsystir þeirra, Alvilda Guðrún Ólafsdóttir, kom einnig fram á upplestrarkeppninni. Hún spilaði þar á klarínett af miklu listfengi.

Enn er ótalinn einn mikilvægur þáttur Glerárskóla í keppninni en Una Björk Viðarsdóttir, einnig úr 7. bekk Glerárskóla hlaut þar viðurkenningu fyrir glæsilegt veggspjald sem hún teiknaði og var valið veggspjald keppninnar í ár.

Salurinn í Hofi var þétt setinn og það var sérlega skemmtilegt að sjá hversu margir nemendur úr 7. bekk fylgdu keppendum og sýndu þeim þannig ómetanlegan stuðning. Vinaþel er ómetanlegt!

Magni Rafn Ragnarsson nemandi í Lundarskóla bar sigur úr bítum og við óskum honum til hamingju.