Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fundur hjá umhverfisnefnd

Nemendur í umhverfisnefnd Glerárskóla hittust í dag til skrafs og ráðagerðar. Þar kom meðal annars fram að meðlimir nefndarinnar úr öllum bekkjum skólans hafa kynnt grænfánann fyrir samnemendum sínum. Umfjöllun um loftlagsmál þykir með ágætum og það sama má segja um umhverfismennt, en nemendur skólans á öllum aldursstigum takast reglulega á við margvísleg verkefni sem tengjast þessum málaflokkum. Nú í janúar verður lögð áhersla á kolefnisspor og matarsóun en því stærra sem kolefnissporið er, þeim mun meiri áhrif hefur það á umhverfi okkar.