Þriðjudaginn 19. maí tók 4. bekkur þátt í frjálsíþróttamóti UFA sem haldið var í Boganum. Þetta mót er orðið að árlegum vor viðburði skólanna í bænum en þá koma allir 4.-7. bekkirnir saman og etja kappi í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hver bekkur á sinn dag og hver skóli sinn einkennislit og er óhætt að segja að stemningin sé mikil í Boganum þegar þessir flottu krakkar koma saman. Fjórði bekkur stóð sig að sjálfsögðu með sóma og ekki annað að sjá en að allir hafi haft gaman af.