Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Framúrskarandi skólastarf

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar fyrir framúrskarandi skólastarf á vef Akureyrarbæjar en árlega er þeim einstaklingum eða stofnunum veittar viðurkenningar sem skarað hafa fram úr í skólastarfi hér á Akureyri. Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til.

Frestur til að skila inn tilnefningum er til 9. apríl. Viðurkenningarnar verða afhentar á hátíð í Menningarhúsinu Hofi þann 2. maí kl. 16:30.

Hér er hlekkur á form sem tilvalið er að fylla út, finnist ykkur ástæða til þess að tilnefna kennara skólans, nemendur, starfsfólk, eintök verkefni eða skólann sem heild.