Nemendur og starfsfólk Glerárskóla skemmtu sér konunglega í Hlíðarfjalli í morgun og nutu þess að bruna niður hlíðarnar eða þjóta áfram á gönguskíðum eftir vel troðinni braut.
Þeir krakkar sem fóru á gönguskíðin fengu ansi góða kennslu, bæði að klífa brekkur, renna sér, ganga í spori og síðan en ekki síst, þau fengu að prófa skíðaskotfimi þar sem skotið var í mark með sérstakri æfingarbyssu sem send ljósgeisla í skotmarkið.
Kuldaboli reyndi aðeins að minna á sig, en flestir voru vel búnir og léku sér fallega og nutu þess að vera til og borða nestið sitt sem bragðaðist afar vel í fjallinu!