Á þemadögunum á morgun þriðjudaginn 14. febrúar og miðvikudaginn 15. Febrúar verður efnt til fjölgreindarleika í Glerárskóla. Þá daga verða allir nemendur í skólans í starfsstöðinni í Glerárskóla.
Nemendum verður skipt í hópa þvert á skólastigin. 20 stöðvar verða í skólanum og utan hans þar sem nemendur leysa ákveðin verkefni eða taka þátt fjölbreyttum leikjum sem í senn reyna á huga, hönd og heilbrigði. Nemendahóparnir fara á milli stöðva á 20 mínútna tímabili og klára því allar stöðvarnar 20 á þessum tveimur dögum.
Þessa tvo daga lýkur hefðbundinni kennslu kl. 13.15 en engin breyting verður á valgreinakennslu, hún verður samkvæmt stundaskrá.