Í Glerárskóla er kapp lagt á að hafa kennslustundirnar fjölbreyttar, skilvirkar og vel skipulagðar. Það var stöðvakennsla í morgun í fjórða bekk og krakkarnir niðursokknir í margvísleg verkefni, s.s. að glíma við að stigbreyta lýsingarorð og átta sig á blessaðri margföldunartöflunni. Hvoru tveggja er aldeilis gott veganesti út í lífið, og ekki síður kúnstin að taka við verkefnum frá kennaranum og leysa þau vel af hendi.