Í síðustu viku var haldinn hér í skólanum vinnufundur vegna Erasmus+ verkefnisins We All Equal One.
Við fengum í heimsókn tólf gesti frá Englandi, Póllandi, Spáni og Tyrklandi. Fyrir utan það að funda, var farið í innlit í kennslustundir, Jafnréttisstofa var heimsótt og fékk hópurinn að kynnast starfinu þar, rúntur tekinn um Norðausturland og í lokin var hópurinn kvaddur með grillveislu í Kjarnaskógi. Allir héldu glaðir til síns heima.