Nemendur í 7EGG eru sannir garpar. Þátttaka þeirra í átakinu „Gengið í skólann“ var hreint framúrskarandi. Í 99% tilvika komu krakkarnir gangandi, hjólandi eða á hlaupahjóli í skólann meðan á átakinu stóð. Hópurinn bar sigur úr bítum í samkeppni milli bekkja skólans um umhverfisvænan ferðamáta þriðja árið í röð!
Átakinu er ætlað að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Einnig að stuðla að heilbrigðum lífsstíll fyrir alla fjölskylduna, minnka umferð við skóla, stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál og auka vitund um reglur þær er lúta að öryggi á göngu og hjóli.