Í Glerárskóla er mikil áhersla lögð á að bjóða upp á heilnæman, næringarríkan og hollan mat. Í gær var boðið upp á lagskiptan heimilislegan fiskrétt. Ofan á lag af hrísgrjónum komu matarmikil stykki af glænýjum fiski. Þar ofan á kom gómsæt karrýsósa, ostur og krydd. Með þessari dásemd var boðið upp á ofnsteikt rótargrænmeti og blómkál, auk þess sem salatbarinn var fullur af góðgæti.
Þetta þótti bönum og fullorðnum góður matur eins og allt annað sem úr eldhúsinu okkar kemur.