Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Bleikur dagur í Glerárskóla

Dagurinn í dag var mjög skemmtilegur í Glerárskóla og Rósenberg. Í tilefni „Bleika dagsins“ var þorri nemenda og starfsfólks í bleikum flíkum og það var gaman að horfa yfir samlitaðan hópinn á göngum skólans og í skólastofunum. Páll matráður kom öllum á óvart með því að bjóða upp á bleikan makkarónugraut í hádeginu. Grauturinn þótti stórkostlegur. Kaffistofa starfsmanna var skreytt í bleiku og boðið upp á bleikar tertur með kaffinu.

Krakkarnir í níunda bekk buðu krökkunum í fjórða bekk í heimsókn í Rósenborg í dag, en bekkirnir eru vinabekkir. Með heimsókninni styrktust vinaböndin enn frekar milli þessara árganga og leikirnir sem níundi bekkur skipulagði þóttu stórskemmtilegir.

Hér má sjá myndband frá „Bleika deginum“ í Glerárskóla.