Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Berfættur í flugvél

Það var ansi gaman hjá krökkunum á miðstigi í morgun. Þau fengu lifandi og skemmtilegan fyrirlestur frá rithöfundunum og sjónvarpsfólkinu Evu Rún Þorgeirsdóttur og Sævari Helga Bragasyni. Þau fjölluðu á fjörugan hátt um töframátt bóka og hvernig þær geta breytt heimi okkar.
 
Með hjálp nokkurra nemenda bjuggu þau til tvær ævintýrasögur á staðnum, þar sem við sögu komu fljúgandi indíáni, berfætur strákur í flugvél, könguló, gosbrunnur og sitthvað fleira.
 
Krakkarnir fylgdust spenntir og áhugasamir með fyrirlestrinum og sögunum sem þar urðu til.