Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Áskorun: Getur þú verið símalaus í einn dag?

Samtökin Barnaheill standa fyrir símalausum sunnudegi þann 15. nóvember. Yfirskrift átaksins er: „Upplifum ævintýrin saman“ en markmið þess er að vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um áhrif snjalltækja á samveru og nánd innan fjölskyldna.

Samtökin hvetja landsmenn til að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klukkustundir á sunnudaginn frá klukkan 9.00 til 21.00. Barnaheill vilja vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins með uppátækinu og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar. Óhófleg notkun á snjalltækjum getur meðal annars haft áhrif á samskipti innan fjölskyldunnar – samskiptin og nándin minnka því það er eitthvað annað sem stelur athyglinni.

Þeir sem vilja taka áksorun Barnaheilla geta skráð sig til leiks á www.simalaus.is. Allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna fjölbreytta og fjölskylduvæna útdráttarvinninga og fá auk þess nokkur góð ráð send laugardaginn 14. nóvember.