Það vorhret á glugga og spáin næstu daga getur ekki tilefni til mikillar útiveru. Dýrðardagarnir fyrir helgina voru hins vegar nýttir til hins ýtrasta.
Krakkarnir í öðrum bekk fóru í sveitaferð, alla leið í Ljósavatnsskarð. Þar var gaman að leika sér í fjörunni og borða nestið úti. Toppurinn var að heimsækja fjárhúsin og heilsa upp á nýborin lömb. Margir settu sig í spor forsetaframbjóðenda og stilltu sér upp fyrir myndatöku með nýfætt lamb í fanginu.