Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Útivist, borgarar og karfa!

Oftast þykir maturinn mjög góður hér í Glerárskóla en í dag sló hann öll met. Boðið var upp á grillaða hamborgarar með öllu. Mörg spurðu „hvar eru margir á mann,“ áður en röðin kom að þeim. En einn borgari dugði flestum, því þeir voru stórir og matarmiklir og meðlætið ekki af verri kantinum, kartöflubátar, grænmeti og sósur.

Skólastarfið er farið að taka mið af sumarkomunni og nemendur eru njóta þess að vera úti við með kennurunum sínum. Yngsta stig fór í Kvenfélagslundinn fyrir helgina og kepptu sín á milli í margvíslegum íþróttagreinum. Fyrsti bekkur fór í vettvangsferð í Sílabás en þar má nú heldur betur skemmta sér daginn út og inn.

Í hádeginu í dag fór fram hörkuspennandi körfuboltaleikur milli nemenda og kennara. Í ljós kom að lífsreynslan skiptir máli í íþróttum sem mörgu öðru og því fór sem fór.