Það er að mörgu að hyggja á aðventunni eins og krakkarnir í þriðja bekk komust að um daginn þegar fulltrúar slökkviliðsins komu í heimsókn.
Krakkarnir hlustuðu opinmynntir á fróðleik gestanna og drukku í sig allt sem sagt var. Nú vita þau það helsta um brunavarnir, þekkja neyðarnúmerið 112 og kunna betur en áður að umgangast lifandi kertaljós, seríur og annað sem eldhætta getur stafað að.
Líklegt er að flest þeirra hafi farið yfir þessi mál með foreldrum sínum þegar heim var komið.