Börnin í fyrsta bekk hafa ekki setið auðum höndum í nóvember og desember. Sem dæmi er; göngutúr í Glerárkirkju, til að heyra hvers vegna við kveikjum á kertum á aðventunni; strætógöngutúr í Hof til að syngja með öllum hinum krökkunum lögin um Akureyri; önnur ferð í Hof til að hlusta á sönghópinn Norðurljósin (ljósin í loftinu, þessi sem hreyfast svo flott, voru samt mest spennandi); alls konar byrjendalæsisverkefni t.d. um krumma sem er mjög áhugaverður fugl og syngur svo fallega; jólaföndur og margt fleira.