Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

SKÓLALEIKUR

Hvað er „skólaleikur“. Haustið 2017 stóð Akureyrabær í fyrsta sinn fyrir „skólaleik“. Um er að ræða tveggja vikna aðlögunartímabil leikskólanemenda að grunnskólanum sínum. Þar sem nemendur eru í flestum tilvikum að koma úr fleiri en einum leikskólum bæjarins er lögð megináhersla á að börnin kynnist innbyrðis ásamt því að þau kynnist skólahúsnæðinu, matsalnum, frístundinni, útisvæðinu o.fl.

„Skólaleikur“ er starfræktur í tvær vikur og hefst á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi. Opnunartíminn er frá kl. 7.45 – 16.15 og býðst foreldrum að velja um tvö tímabil frá 12. – 19. ágúst (6 dagar) eða alla 10 dagana þ.e. 6. – 19. ágúst að báðum dögum meðtöldum.

Gert er ráð fyrir að börnin ljúki leikskólagöngu sinni um sumarlokun leikskóla og  stendur til boða að hefja „skólaleik“ í grunnskólanum sínum þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi*. Þeir foreldrar sem þurfa nauðsynlegaá leikskóla að halda að loknu sumarleyfi leikskólans og fram að „skólaleik“, eru beðnir að snúa sér til skólastjóra leikskólans með óskir sínar.

Gjaldskrá fyrir „skólaleik“ er hin sama og í leikskóla og eru gjöldin innheimt með sambærilegum hætti og leikskólagjöld.Sótt er um „skólaleik“ í íbúagátt Akureyrarbæjar á síðunni https://www.akureyri.is/

Vinsamlega athugið að eftir sem áður þurfa þeir foreldrar sem óska eftir frístund fyrir börn sín yfir vetrartímann, að sækja um það sérstaklega á umsóknareyðublaði fyrir grunnskóla.