Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Útikennsla hjá 3. bekk

3. bekkur fór á dögunum og hreinsaði rusl af skólalóðinni. Mikið var af ýmsu s.s. nammibréfum, fernum, einstæðum sokkum og vettlingum. J

Nemendur gengu vasklega til verks svo að skólalóðin skartaði sínu fegusta í haustlitunum.

DSCN6538

Tveir dugnaðarforkar í eldhúsinu

Fimmtudaginn 24. september var pizza í matinn og tóku tveir dugnaðarforkar þátt í að aðstoða við að koma pizzusneiðunum til samnemenda sinna.

20150924_110650

 

Vinaliðastarfið að hefjast

Fyrsti vinaliðafundur vetrarins var í morgun.

Hér má sjá glaða vinaliða vinna við að skipuleggja næstu tvær vikur.

#gallery-1 { margin: auto; } #gallery-1 .gallery-item { float: left; margin-top: 10px; text-align: center; width: 33%; } #gallery-1 img { border: 2px solid #cfcfcf; } #gallery-1 .gallery-caption { margin-left: 0; } /* see gallery_shortcode() in wp-includes/media.php */

Norræna skólahlaupið

Þriðjudagsmorguninn 15. september tóku nemendur og kennarar þátt í norræna skólahlaupinu.

Hlaupið/gengið var Skarðshlíðarhringinn og fóru nemendur einn til þrjá hringi. Að loknu hlaupi var boðið upp á svala í boði Foreldrafélags Glerárskóla og grillaðar pylsur í hádegismat.

Myndir eru komnar inn á myndasíðu Glerárskóla.

Göngum í skólann

Líkt og undanfarin ár tekur Glerárskóli þátt í átakinu Göngum í skólann sem hefur það markmið að hvetja nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Með virkum ferðamáta er átt við að auka hreyfingu í daglegu lífi t.d. með . . . → Lesa..

Póstkort frá 5. bekk um læsi

Nú á haustmánuðum eru skólar bæjarins að fara af stað með átak í læsi undir heitinu LITBRIGÐI LÆSIS – læsi er lykillinn. Markmiðið er að Akureyri verði hraðlæs bær þar sem allir hjálpast að við að bæta stöðuna.

Af því tilefni skrifuðu krakkarnir í 5. bekk póstkort til einstaklinga að eigin vali þar sem þeir . . . → Lesa..

Útivistardagur Glerárskóla

Fimmtudaginn 3. september var útivistardagur í Glerárskóla.

Yngsta stig fór vítt og breitt um bæinn.

1. bekkur var í nágrenni skólans og kannaði nánasta umhverfi hans.

2. bekkur fór gangandi í Lystigarðinn og til baka.

3. bekkur fór í póstaleik í Krossanesborgum, þar sem reyndi m.a. á þekkingu þeirra á fuglategundum.

4. bekkur fór í . . . → Lesa..

6. bekkur á Húna II

Miðvikudaginn 2. september fór 6. bekkur í siglingu með Húna II.

DSCN6273 . . . → Lesa..

Byrjendalæsi í Glerárskóla

Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð ætluð til læsiskennslu barna í 1. og 2. bekk. Aðferðin hefur verið þróuð á vegum Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Skólaárið 2006 – 2007 byrjuðu kennarar í Glerárskóla að nýta sér aðferðir Byrjendalæsis í lestrarkennslu. Með aðferðinni er leitast við að hafa kennsluaðferðir við læsiskennslu fjölbreyttar og koma til móts . . . → Lesa..