Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal 2017-2018

október 2017
M Þ V F F S S
« Sep    
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

Skólareglur

Skólareglur Glerárskóla eru settar í samræmi við lög og reglugerð um aga í grunnskólum.

Umsjónarkennarar skulu kynna nemendum sínum og forráðamönnum skólareglurnar og viðurlög við þeim.

Í lögunum segir: „Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks í öllu því er skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisvenjum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin. Ef hegðun nemanda reynist verulega áfátt, ber kennara hans að leita orsaka þess og reyna að ráða á því bót, m.a. með viðtölum við nemandann sjálfan og forráðamenn hans.“

Í reglugerð um skólareglur í grunnskólum segir m.a.: ,,Hver grunnskóli skal setja sér skólareglur sem skylt er að fara eftir. Skólastjóri, kennarar og aðrir starfsmenn, nemendur og forráðamenn þeirra skulu í sameiningu kosta kapps um að starfsandi og skólabragur í skólanum sé sem bestur og eiga skólareglur að stuðla að því. Forsendur góðs starfsanda eru vellíðan, gagnkvæmt traust, virðing og samábyrgð allra í skólasamfélaginu.“

Skólareglur:

  • Samskipti í skólanum skulu grundvallast á gagnkvæmri virðingu, kurteisi og tillitssemi.
  • Höfuðföt og yfirhafnir eru óheimil í kennslustundum og matsal.
  • Óheimilt er að vera með gosdrykki og sælgæti nema á bekkjar- eða skólaskemmtunum.
  • Óheimilt er að yfirgefa skólalóð á skólatíma nema með leyfi.
  • Notkun reiðhjóla, hjólabretta, hlaupahjóla og línuskauta er óheimil á skólalóðinni á skólatíma nema á hjólabrautinni norðan við skólann. Ætlast er til að nemendur leiði hjól að hjólabraut. Nemendur í 2. – 10. bekk mega koma á reiðhjólum í skólann.
  •  Nemendum er óheimilt að nota síma, tölvur og tónspilara í kennslustundum nema með leyfi kennara. Farsíma má aldrei nota í skólanum til að hringja, svara símtali eða senda SMS.
  • Valdi nemandi skemmdum ber honum að tilkynna starfsmönnum skólans tjónið.

 

 

Reglur Glerárskóla um farartæki á hjólum