Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

desember 2018
M Þ V F F S S
« nov    
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

Vorhátíð og vorleikar í Glerárskóla

Í morgun var líf og fjör í skólanum, jafnt úti sem inni. Margir bekkir byrjuðu á úti vorleikjum og síðan var hin árlega Vorhátið frá 11:30. Mikið um að vera s.s. sýning á verkum nemenda, tombóla, leikir, andlitsmáling, hjólaskoðun o.fl. Sólin tók þátt í hátíðinni með okkur og brosti hringinn.

. . . → Lesa..

8.bekkur vinnur til verðlauna í samkeppninni Tóbakslaus bekkur

8. bekkur SM vann til verðlauna í samkeppninni Tóbakslaus bekkur 2018. Til að eiga möguleika á verðlaunum þurftu nemendur bekkjanna að senda inn áhugavert efni tengt tóbaksvörnum. Þau sendu inn flott myndband um efnið sem þau sömdu og gerðu sjálf. Til hamingju 8. bekkingar ! Hér er myndbandið

4. bekkir grunnskólameistarar í frjálsum íþróttum

Krakkarnir í 4. bekkjum í Glerárskóla unnu Grunnskólamót UFA á Akureyri í frjálsum íþróttum sem haldið var í Boganum í morgun þriðjudag. Þar keppa allir 4.bekkir á Akureyri m.a. í hlaupum, stökkum, köstum og reipitogi. Til hamingju 4.bekkir !

verdlaunahopir . . . → Lesa..

Gjöf frá Foreldrafélagi Glerárskóla

Foreldrafélagið færði skólanum tvo Panna Arena hringvelli, sem hafa heldur betur slegið í gegn. Krakkarnir skemmta sér vel við leik í þeim og reglur virðast alveg ganga upp.

20180511_113119 20180514_114250

Niðurstöður skólaþings

Hér má sjá þau atriði sem nemendur vildu leggja mesta áherslu á á skólaþingi. Munu þau síðan verða notuð við gerð nýs sáttmála.

niðurst 3 niðurst 2 . . . → Lesa..

Skólaþing 2018 í Glerárskóla

Á þriðjudag og fimmtudag var skólaþing í Glerárskóla þar sem markmiðið var að vinna að nýjum umgengnissáttmála fyrir skólann. Nemendur og starfsmenn unnu í blönduðum hópum með hópstjórum af unglingastigi. Eftir góðar og gagnlegar umræður var síðan kosið rafrænt um þau atriði sem nemendum þótti helst eiga heima í nýjum umgengnissáttmála, sem efla mundi skólabraginn. . . . → Lesa..

Glerárskóli í Skólahreysti

Í gær tóku fulltrúar Glerárskóla þau Viktor Már Árnason, Bergur Ingi Óskarsson, Tinna Rún Jónsdóttir og Júnía Efemía Felixdóttir þátt í Skólahreysti í íþróttahöllinni. Krakkarnir sem keppa eru í valgrein í skólahreysti og stóðu sig mjög vel og lentu í 4. sæti, aðeins hársbreidd frá 3.sæti. Tinna Rún gerði sér lítið fyrir og vann hreystigreip . . . → Lesa..

Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 3. apríl samkv. stundaskrá

Uppskeruhátíð í Glerárskóla

Nú eru árshátíðarsýningar í skólanum búnar. Aðsókn var góð og unnust margir leiksigrar á sviðinu við góðan fögnuð áhorfenda. Í morgun var síðan komið að því að verðlauna fyrir ljóðskáld og myndlistamann skólans og krýna íþróttakonu og íþróttamann skólans fyrir árið 2018.

Myndlistamaður Glerárskóla var kjörin Bergrún Bjarnadóttir 10-SH, Fannar Bansong 10-SH í öðru og . . . → Lesa..

Upplýsingar um árshátíð og skólastarf

Miðvikudaginn 21. mars eru tvær árshátíðarsýningar í Glerárskóla.

Kennsla er til kl. 13:15. Sýningar verða kl. 17:00 og kl. 19:30. Hvor sýning tekur u.þ.b. eina og hálfa klukkustund. Verð á sýningar er kr. 500 fyrir börn á grunnskólaaldri, kr. 800 fyrir fullorðna, frítt er fyrir börn undir skólaaldri. Við mælum ekki með því að . . . → Lesa..