Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Leikskóladeild í Glerárskóla

Þann 8. ágúst síðastliðinn var opnuð leikskóladeild í Glerárskóla og er hún staðsett á B gangi. Deildin heitir Laut og er rekin af leikskólanum Tröllaborgum. Á deildinni eru 20 börn og 2,7 stöðugildi kennara. Starfið hefur farið vel af stað og er unnið samkvæmt námskrá Tröllaborga og Aðalnámskrá leikskóla. Leikstofan var endurnýjuð fyrir opnun og hentar vel til leikskólastarfs. Verið er að ljúka framkvæmdum á útisvæði og verður leikskóladeildin með afgirt leiksvæði fyrir börnin til að tryggja öryggi auk þess sem svæðið er búið leiktækjum sem hentar aldri þeirra.

Sýn Lautar er að vinna með og samþætta „hug, hjarta og hönd“ í allri starfsemi. Það er að jafnvægi verði milli þekkingar, tilfinninga og framkvæmdar í öllu starfi. Unnið er út frá hugmyndafræði lífsleikninnar og er áhersla lögð á að vinna með virðingu, sjálfstjórn og ábyrgðarkennd einstaklingsins gagnvart sjálfum sér og öðrum.

Kennsla fer fram í gegnum leik og sköpun og leggjum við áherslu á læsi í víðum skilningi og jóga.

Við hvetjum þá sem eiga leið hjá að kíkja við hjá okkur sem og að heimsækja heimasíðu leikskólans en þar er að finna myndir frá leik og starfi í Laut.

http://trollaborgir.is

Með kveðju frá öllum í Lautinni

001 002 003 004