Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Læsi er lykillinn

lykillinnLæsisstefnan Læsi er lykillinn var formlega kynnt á vegum fræðslusviðs Akureyrarbæjar og Miðstöðvar skólaþróunar HA að viðstöddu fjölmenni fimmtudaginn 7. september síðastliðinn.

Megintilgangur læsisstefnunnar er að efla læsi í víðum skilningi og stuðla að skapandi og gagnrýninni hugsun barna og ungmenna.

Samvinna við kennara á vettvangi leik- og grunnskólanna hefur verið lykilatriði í þróun á innihaldi stefnunnar en sérfræðingar á Miðstöð skólaþróunar við HA hafa stýrt verkinu.
Læsisstefnan „Læsi er lykillinn“ birtist á heimasíðunni www.lykillinn.akmennt.is og er hún opin öllum. Á síðunni er að finna heildaráherslur stefnunnar ásamt ýmsu ítarefni sem er hagnýtt bæði fyrir kennara, foreldra og aðra þá sem hafa áhuga á læsi barna.

Við hvetjum bæði foreldra og alla þá sem fylgjast með skólastarfinu til að skoða hina nýju heimasíðu læsisstefnunnar www.lykillinn.akmennt.is
Þar er að finna mikið af upplýsingum, en fyrst og fremst metnaðarfulla læsisstefnu fyrir leik- og grunnskólastigið sem gerir kennurum kleift að vinna enn markvissar að öflugu læsi barna í skólunum okkar.