Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

SKÓLALEIKUR

Hvað er „skólaleikur“. Haustið 2017 stóð Akureyrabær í fyrsta sinn fyrir „skólaleik“. Um er að ræða tveggja vikna aðlögunartímabil leikskólanemenda að grunnskólanum sínum. Þar sem nemendur eru í flestum tilvikum að koma úr fleiri en einum leikskólum bæjarins er lögð megináhersla á að börnin kynnist innbyrðis ásamt því að þau kynnist skólahúsnæðinu, matsalnum, frístundinni, útisvæðinu . . . → Lesa..

Verðlaunaafhending

Annar bekkur sá um skemmtiatriði á athöfn þar sem verðlaun voru veitt fyrir ljóð, myndlist og íþróttir. Börnin sungu lagið „Hatrið mun sigra“.

 

Árshátíð Glerárskóla 2019

Í næstu viku er árshátíð Glerárskóla og þá eru allir velkomnir. Hér að neðan eru upplýsingar um hátíðina.

Miðvikudaginn 10.apríl eru tvær árshátíðarsýningar í Glerárskóla.

Kennsla er til kl. 13:15. Sýningar verða kl. 17:00 og kl. 19:30. Hvor sýning tekur u.þ.b. eina og hálfa klukkustund. Verð á sýningar er kr. 500 fyrir börn á . . . → Lesa..

Valgreinahópur í veiðiferð

Undanfarin ár hefur verið starfandi valgreinahópur í fluguhnýtingum í grunnskólum Akureyrar með starfsstöð í Glerárskóla undir stjórn þeirra Sigurjóns Magnússonar og Kára Ellertssonar veiðikempa. Mæta nemendur einu sinni í viku og hnýta flugur. Hluti af náminu er síðan að fara í veiðiferðir. Nú í vikunni fór hópurinn á Langavatn og veiddi undir ís og gekk . . . → Lesa..

Útvarp Glerárskóli FM 105,5

Eins og undanfarirn ár verður starfrækt útvarp í Glerárskóla vikuna fyrir árshátíð, þessa viku frá 1.-5. apríl. Útsendingar verða frá mánudegi til fimmtudags frá kl.14-18 og föstudag frá kl. 13-15. Bæði sent út hefðbundið og vefútvarp sem hægt er að hlusta beint af heimasíðunni. Dagskrárgerð og tæknimál eru algjörlega í höndum nemenda. Þá er bara . . . → Lesa..