Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Hátíðar Glerárvision með pompi og prakt

Í morgun lukum við hátíðarvikunni með glæsilegri Glerárvision. Nemendur í 7.-10. bekkjum fluttu sín söng og dansatriði og krakkar í 1.-6. bekkjum voru með skemmtiatriði, að ógleymdri leikskóladeildinni okkar Laut sem kom á svið og söng tvö lög. Það voru nemendur í 7-GÞB sem urðu hlutskörpust eftir tvísýna keppni og í einstaklingskeppni vann Ylfa Rún . . . → Lesa..

Líf og fjör í afmælisviku

Það hefur verið líf og fjör í afmælisvikunni okkar. Margt brallað bæði úti og inni. í morgun, fimmtudag, var haldið í stutta skrúðgöngu þrátt fyrir að íslenski veturinn blési kröftuglega á okkur og gómsæt hlaðborð á göngum skólans á eftir. Nokkrar myndir úr vikunni.

. . . → Lesa..

Afmælishátíðarvika Glerárskóla 26.-30. nóvember 2018

Tilefnið er 110 ára afmæli skólahalds í Glerárþorpi og 100 ára fullveldi Íslands.

Allir eru velkomnir að kíkja við hvenær sem er í vikunni.

Það helsta sem verður á dagskrá:

Mánud. 26 Þriðjud. 27 Miðvikud. 28 Fimmtud. 29 Föstud. 30 Dagurinn byrjar í íþróttahúsi með setningu hátíðarviku og söngsal. Nýr skólasöngur kyrjaður.

Yngsta og miðstig . . . → Lesa..

Skipulagsdagur í Glerárskóla miðvikudaginn 21. nóvember

Á miðvikudaginn er skipulagsdagur í skólanum. Þá er frí hjá nemendum og opið í Frístund fyrir þau börn sem hafa verið skráð á þann dag.

Dagur íslenskrar tungu

Í dag, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, er Dagur íslenskrar tungu. Ýmislegt var gert í skólanum í tilefni þess. Miðstigskrakkar fóru m.a. um hverfið og lásu ljóð fyrir gesti og gangandi. Unglingastigið fékk afhenta nýja útgáfu af myndasögum á íslensku um Leðurblökumanninn.

. . . → Lesa..

Nemendur 1.bekkja í heimsókn á Listasafnið og Amtsbókasafnið

Nemendur 1. bekkja brugðu sér í bæinn og heimsóttu Listasafnið og Amtsbókasafnið. Vel var tekið á móti þeim og nutu þau leiðsagnar og fræðslu hjá starfsfólki safnanna.

20181112_104257 . . . → Lesa..

Skákkennsla í Glerárskóla

Á þessu skólaári hefur verið skákkennsla í skólanum. Áskell Örn Kárason skákmaður, mætir einu sinni í viku og kennir nemendum í 4. bekkjum listina að tefla. Hefur það mælst vel fyrir og gengið vel.

20181114_105951 . . . → Lesa..