Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Árshátíð Glerárskóla 2017

Miðvikudaginn 5. apríl eru tvær árshátíðarsýningar í Glerárskóla.

Kennsla er til kl. 13:15. Sýningar verða kl. 17:00 og kl. 19:30. Hvor sýning tekur u.þ.b. eina og hálfa klukkustund. Verð á sýningar er kr. 500 fyrir börn á grunnskólaaldri, kr. 800 fyrir fullorðna, frítt er fyrir börn undir skólaaldri.

Fimmtudaginn 6. apríl er ein árshátíðarsýning . . . → Lesa..

Stóra upplestrarkeppnin

Fulltrúar Glerárskóla þau, Viktor Helgi Gunnarsson og Þórunn Eva Snæbjörnsdóttir tóku þátt í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var að venju í MA. Þau stóðu sig með prýði og voru skólanum til sóma.

lestur01lestur02

Útvarp Glerárskóli fer í loftið!

radio_3374Útvarp Glerárskóli fer í loftið í dag, mánudaginn 27. mars. Nemendur hafa verið að undirbúa útsendinguna í vetur á ýmsan . . . → Lesa..

Utivistardagur í Hlíðarfjalli

Sk01

Myndir frá útivistardeginum í Hlíðarfjalli.

Þýskubíllinn í heimsókn

Þýskubíllinn

Nemendur okkar í 10. bekk fengu heimsókn í morgun. Þýskubíllinn sem er á leið . . . → Lesa..

Útivistarferð í Hlíðarfjall

Mánudaginn 20. mars er fyrirhuguð útivistarferð í Hlíðarfjall.

Sumir fara á bretti, aðrir á svigskíði, enn aðrir á gönguskíði og svo mega nemendur taka með sér snjóþotur og sleða. Gönguferð verður í boði fyrir þá sem það kjósa.

Þeir sem ekki eiga búnað geta fengið hann lánaðan í Hlíðarfjalli. Ekki verður hægt að lána búnað . . . → Lesa..

Viðmið um skjánotkun

segull-skjanotkunNú eiga öll heimili að hafa fengið ísskápssegul með upplýsingum um viðmið um skjánotkun barna og unglinga. Segullinn var sendur heim með nemendum skólans.

 

Foreldraröltið

formyndNú er foreldraröltið hafið. Foreldrar fyrstu og annarra bekkinga hafa þegar tekið töltið og staðið sína plikt og þessa viku eiga foreldrar þriðju bekkinga. Verkefnið hefur gengið vel og verið skemmtilegt.

pic_reflective_clothing

Stóra upplestrarkeppnin

Undanfarnar vikur hafa 7. bekkingar æft sig í framsögn og upplestri fyrir Stóru upplestrarkeppnina undir dyggri stjórn Helgu Thorarensen og umsjónarkennurum. Í morgun fóru síðan fram úrslit og fékk dómnefndin, sem skipuð var þeim Fríðu Pétursdóttur, Páli Ingvasyni og Helgu Thorarensen, það erfiða hlutverk að velja úr þrjá fulltrúa Glerárskóla sem munu taka þátt í . . . → Lesa..