Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Bókaverðlaun barnanna 2016

Árlega tilnefna börn á aldrinum sex til fimmtán ára bestu barnabækur ársins. Tilnefningarnar fara fram í grunnskólum og bókasöfnum um allt land.

Nemendur Glerárskóla hafa alltaf verið duglegir að taka þátt og tilnefna þær bækur sem þeir telja eiga skilið að hljóta viðurkenningu. Veitt eru þátttökuverðlaun í hverjum skóla sem Barnabókavörður Amtsbókasafnsins hefur umsjón með. . . . → Lesa..

Spurningakeppni og íþróttamót á miðstigi

Í morgun fór fram árleg spurningakeppni miðstigs. Mikill keppnisandi var meðal liðanna og hart tekist á, eins og ávallt. Það fór þó svo að 7. bekkur hafði 6. JIE eftir jafna og æsispennandi keppni sem endaði í bráðabana. Í þriðja sæti var 5. bekkur og í því fjórða 6. TLV.

. . . → Lesa..

Tónleikar

Í tilefni þess að Tónlistarskólinn á Akureyri er 70 ára á þessu ári, voru haldnir tónleikar fyrir nemendur Glerárskóla síðastliðinn miðvikudag. Nokkrar myndir eru frá tónleikunum á myndasíðu Glerárskóla.

DSCN7426

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

DSCN7208Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk verður haldin í dag, miðvikudaginn 6. apríl, kl. . . . → Lesa..

Valgrein í dönsku

Dagana 9. -15. apríl dvelja 29 nemendur úr Gilja-, Glerár og Síðuskóla í Aarhus í Danmörku. Þetta eru nemendur sem hafa verið í dönskuvali í vetur. Með í för eru þrír dönskukennarar, þær Kristín List Malmberg úr Síðuskóla, Sigríður Hreinsdóttir úr Glerárskóla og Steinunn Kristín Bjarnadóttir úr Giljaskóla. Verkefnið er fjármagnað af Nordplus-Junior.

Valgreinin hófst . . . → Lesa..