Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Vinadagur 1. og 10. bekkjar

Í dag (föstudaginn 13. nóvember) heimsóttu 10. bekkingar 1. bekkinga og sýndu þeim leikgerð þjóðsögunnar um Búkollu sem þau hafa æft fyrir Dag íslenskrar tungu. Eftir hádegi fóru 10. bekkingar með 1. bekkingum í útivist og hreinsuðu skólalóðina.

#gallery-2 { margin: auto; } #gallery-2 .gallery-item { float: left; margin-top: 10px; text-align: center; width: 33%; } #gallery-2 img {
border: 2px solid #cfcfcf;
}
#gallery-2 .gallery-caption {
margin-left: 0;
}
/* see gallery_shortcode() in wp-includes/media.php */

Skólinn faðmaður

Síðastliðinn sunnudag var dagur gegn einelti og í tilefni af því fóru nemendur og starfsmenn skólans út síðastliðinn mánudag og mynduðu keðju utan um skólann.

 

Myndir væntanlegar

Loftslagsáskorunin hefst í dag 11. nóvember

Glerárskóli tekur þátt í Loftslagsákoruninni sem hefst í dag á Norræna loftslagsdeginum 11. nóvember og stendur til 23. mars 2016.

loftslagsaskorunin . . . → Lesa..

10. bekkur í skólaheimsóknum

Í síðustu viku fór 10. bekkur í heimsókn í framhaldsskólana hér í bæ. Verkmenntaskólinn var heimsóttur á þriðjudaginn og Menntaskólinn á föstudaginn. Nemendur fengu kynningar á skólunum og því námsframboði sem þar er.

Meðfylgjandi er mynd af hópnum fyrir utan MA.

20151106_105440

Aðgengi að lífinu

10. bekkur fékk kynningu á verkefni „Aðgengi að lífinu“ í morgun, miðvikudaginn 4. nóv.

Verkefnið er til að vekja athygli á aðgengismálum á Íslandi og er styrkt af Velferðarráðuneytinu.

IMG_20151104_135747 . . . → Lesa..

Borðtennisspaðar að gjöf

Íþróttafélagið Akur vill vekja athygli grunnskólabarna á borðtennis. Borðtennis er fyrir alla aldurshópa og er mjög skemmtileg íþrótt.

Af því tilefni komu tveir fulltrúar frá Akri í heimsókn í október, þau Sigurrós Ósk Karlsdóttir og Kolbeinn J. Pétursson, og gáfu nemendum Glerárskóla tvo borðtennisspaða að gjöf.

. . . → Lesa..